Rétt vinnubrögð – góðar ritgerðir

Menntun í nútímasamfélagi byggist að miklu leyti á því að afla upplýsinga og vinna úr þeim. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að byrja snemma að þjálfa sig í ritun og réttum vinnubrögðum tengdum ritgerðaskrifum. Eftir því sem lengra kemur í námi einstaklingsins verða kröfurnar meiri og verkefnin viðameiri. Í grunnskóla ættu allir nemendur að ná valdi á því að skrifa stuttar ritgerðir þar sem dregnar eru saman upplýsingar um tiltekið efni, gerð rétt heimildaskrá og settar inn tilvísanir. Í framhaldsskóla ættu nemendur að ná tökum á því að skrifa viðameiri ritgerðir og kafa dýpra í viðfangsefni sín, þjálfast enn frekar í fræðilegum vinnubrögðum. Í háskóla er svo komið að því að vinna stórar rannsóknarritgerðir þar sem nemendur vinna úr upplýsingum og gera margvíslegar athuganir sem tengjast þeirra námsgrein. Þegar kemur að ritgerðarskrifum gildir það sama og um annað: Æfingin skapar meistarann! Þetta snýst um þjálfun, þjálfun og og aftur þjálfun.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.