Undirbúningur

Þegar hafist er handa við að skrifa ritgerð er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að um ferli er að ræða. Ritgerðarvinnuna þarf að vinna í ákveðnum skrefum og gott skipulag er eitt af því sem skilar betri og markvissari ritgerð.

Undirbúningurinn felur m.a. í sér hugmyndavinnu, afmörkun efnis, upplýsingaöflun og gerð efnisgrindar. Góður undirbúningur eykur færni og þekkingu höfundar og eykur til muna líkurnar á því að ritgerðin verði áhugaverð og skipulega fram sett. Fara þarf vel og vandlega yfir fyrirmæli, verkefnislýsingar og matskvarða í upphafi ritunarferlisins.