Frágangur

Forsíða

Finnið áhugaverðan og grípandi titil á ritgerð ykkar. Ekki nota titil sögunnar sem þið eruð að skrifa um. Til dæmis gæti titill ritgerðar sem fjallar um sögumanninn í sögunni Ýmislegt um risafurur og tímann verið:

Strákurinn og risafururnar

Um sögumanninn í Ýmislegt um risafurur og tímann eftir Jón Kalman Stefánsson

 

Á forsíðu skulu vera eftirfarandi upplýsingar: Nafn skóla, heiti áfanga, önn, nafn kennara, titill (fyrir miðju með stærra letri, undirtitill ef þarf) og nafn höfundar.