Gerið áætlun um það hvenær þið ætlið að ljúka hverjum þætti og hve hratt þarf að vinna til að ritgerð verði tilbúin á tilskildum tíma. Hafið skiladag ritgerðar á hreinu og miðið vinnuferlið við að ljúka verkinu 2-3 dögum fyrir þann tíma. Hér skiptir máli hve löng ritgerðin á að vera, því lengri þeim mun nákvæmara þarf skipulagið að vera.
Dæmi: Nemandi sem hefur tvær vikur til að skrifa ritgerð upp á um það bil þrjár til fjórar síður gæti til dæmis skipulagt vinnu sína á eftirfarandi hátt:
1.- 4. dagur | Lesa heimildir og punkta niður hugmyndir | Miða við lágmark 3-5 heimildir |
5. dagur | Ákveða efnisatriði og búa til efnisgrind | Má setja upp myndrænt, t.d. sem hugtakakort |
6. dagur | Skrifa inngang | Inngangur getur tekið breytingum á síðari stigum |
7.-10. dagur | Skrifa meginmál | Huga vel að skipulagi og samhengi. |
11. dagur | Skrifa lokaorð | |
12. dagur | Uppsetning og frágangur | Gera efnisyfirlit, forsíðu og heimildaskrá |
13-14. dagur | Yfirlestur og lokafrágangur | Fara vel yfir orðalag og stafsetningu |
Athugið að það skiptir máli hvar og hvenær þið lærið. Finnið ykkur stað og tíma fyrir ritgerðarvinnuna/námið og setjið inn í stundaskrá ykkar eða skipulag. Einnig er gott að miða við það að vinna/læra í um það bil 30 mínútur í einu en taka 5-10 mínútna hlé inn á milli. Reglusemi og skipulag leiða til betri árangurs.