Forsíða

Uppsetning forsíðu getur verið smekksatriði ef kennari hefur ekki sett fram sérstök fyrirmæli um hana. En oft þarft að fylgja vissum reglum um forsíður og þess krafist að tilteknar upplýsingar komi þar fram.

Á forsíðunni eiga að koma fram allar helstu upplýsingar um ritgerðina. Eftirfarandi upplýsingar koma fram efst í vinstra horni: Nafn skólans, heiti áfanga, tímasetning/önn, nafn kennara. Fyrir miðri síðu er titill ritgerðarinnar, ásamt undirtitli ef þarf. Neðst til hægri er nafn höfundar og stundum kennitala ef kennari vill. Sjá dæmi um forsíðu í sýnisritgerð.

Forsíða – Sýnishorn