Bókmenntaritgerðir

Í bókmenntaritgerð fjallar höfundur um athuganir sínar og skoðanir á tilteknu bókmenntaverki. Þar er sagt stuttlega frá söguþræði verksins en kjarni ritgerðarinnar snýst um valin atriði sem tekin eru fyrir, t.d. persónur og samskipti þeirra. Bókmenntaritgerðir eru byggðar upp eins og aðrar ritgerðir, innihalda inngang, meginmál og lokaorð.