Áður en þú skilar

Þegar þú hefur lokið við að skrifa ritgerðina þarftu að yfirfara ýmislegt áður en kemur að lokaskilum. Mikilvægt er að huga að heildarútliti ritgerðarinnar, málfari og stafsetningu. Eftirfarandi þætti er gott að skoða og laga ef þarf áður en þú skilar ritgerðinni endanlega:

Skoðaðu aftur fyrirmælin frá kennaranum

Fyrir lokaskil verður þú að lesa fyrirmælin vel til að vera viss um að þú hafi gert allt rétt.

  • Eru spássíurnar rétt stilltar?
  • Vísar heiti ritgerðarinnar til þess sem fjallað er um í ritgerðinni?
  • Er á forsíðunni t.d nafn þitt, kennarans, heiti skólans, önnin, heiti áfangans o.s.frv.?
  • Er blaðsíðutal á forsíðunni? Þannig á það ekki að vera?
  • Er línubilið, leturstærðin o.s.frv. eins og fyrirmælin segja til um?

Skoðaðu frágang á heimildaskráningu og tilvísunum.

  • Eru allar tilvísanir sem getið er um í ritgerðinni í heimildskrá?
  • Eru aðeins þær heimildir í heimildaskrá sem vísað er til í texta ritgerðar?
  • Er heimildaskrá raðað í stafrófsröð?
  • Eru heiti bóka, tímarita og vefsíðna skáletruð?

Skoðaðu málfar og stafsetningu.

Nauðsynlegt er að lesa ritgerðina í heild sinni vel yfir nokkrum sinnum eða fá einhvern annan til þess áður en skilað er.Með því að gera það þá færð þú ábendingar um veika punkta í ritgerðinni sem þú getur lagað fyrir skil, punkta sem annars hefðu farið framhjá þér.

Lestu og lestu aftur ritgerðina með hliðsjón af eftirfarandi:

  • Er gott samhengi í ritgerðinni?

Lestu ritgerðina yfir leggðu hana síðan frá þér í nokkra klukkustundir og lestu hana síðan aftur yfir. Er enn gott samhengi í henni?

Er gott samhengi milli setninga?

Ef það er ekki, reyndu þá að bæta við orðum eða málsgreinum til að skapa tengsl á milli setninga. Tengiorð einsog þess vegna og samt sem áður hjálpa oft. Eins getur verið gott að skoða íslenskar orðabækur til að fá hugmyndir að orðum og setningum.

  • Mundu að nota villuleitarforrit til að finna stafsetningar-, innsláttar- og málfræðivillur. Á heimasíðu Árnastofnunar er að finna Skramba en þar er hægt að slá inn orð og texta til að finna villur.

Þetta er algerlega nauðsynlegt því þegar einkunn er gefin fyrir verkefni skiptir málfarið miklu máli.

Þegar þú hefur farið vandlega yfir ritgerðina nokkrum sinnum og hefur fullvissað þig um að hún sé í lagi þá er þessu loks lokið og ritgerðin tilbúin til skila.