Heimildaskrá

Í heimildaskrá þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um allar heimildir sem notaðar hafa verið í ritgerðinni. Varist að hafa í skránni heimildir sem ekki voru notaðar og því aldrei vísað til. 

Heimildum skal raða í stafrófsröð eftir fremsta lið (sem oftast er nafn höfundar).

Heimildaskrá er höfð aftast í ritgerð á sérstakri blaðsíðu.

 

Bók eftir einn höfund:

1. Höfundur – 2. Útgáfuár (ef það kemur fram, annars e.d.) – 3. Heiti bókar (skáletrað)       4. Útgáfustaður – 5. Útgáfufyrirtæki

Dæmi:

Arnar Guðmundsson. (2008). Risastóra bókin um allt. Sauðárkrókur: Furðulega útgáfan.

Bók eftir fleiri höfunda:

Dæmi:

1. Höfundar. (Útgáfuár). Heiti bókar (skáletrað). Útgáfusagður: Útgáfufyrirtæki.

Friðrik Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. (2007). Gagnfræðakver handa háskólanemum. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Bók eftir erlendan höfund:

Eftirnöfn erlendra höfunda eru sett fremst og svo aðeins upphafsstafur fornafns.

Dæmi:

Johnson, A. (2013). Stories from the sky. New York: Public Press.

Þýdd bók

Höfundur. (Útgáfuár). Heiti bókar (skáletrað). (Þýðandi). Útgáfustaður: útgáfufyrirtæki.

Dæmi:

Thompson, A. (2015). Goðsagnir. (Jón Kjarval þýddi). Reykjavík: Bókaforlagið.

Þýdd ritstýrð bók

Ritstjóri. (Útgáfuár). Heiti bókar. (Þýðandi). Útgáfustaður: útgáfufyrirtæki.

Anderson, P. (ritstjóri). (2016). Bókin um bækur. (Kristín Jónsdóttir þýddi). Sauðákrókur: Útgáfan.

Grein í tímariti

1. Höfundur – 2. Útgáfuár – 3. Heiti greinar – 4. Heiti tímarits, (skáletrað) – 5. Árgangur      6 Tölublað – 7. Blaðsíðutal

Dæmi:

Björn Haraldsson. (2010). Er ekki komið nóg? Framför, 12(3), 211-217.

Grein í ritstýrðri bók

1. Höfundur – 2. Útgáfuár – 3. Heiti greinar – 4. Nafn ritstjóra – 5. Heiti bókar (skáletrað) (blaðsíðutal ef tekið fram) – 6. Útgáfustaður – 7. Útgáfufyrirtæki

Dæmi:

Guðrún Jónsdóttir. (1990). Sumar og haust. Í Páll Helgason (ritstjóri), Íslenskt veður, (bls. 110-123). Reykjavík: Útgáfan PH.

 

Netheimild, skýrsla eða grein undir höfundarnafni

1. Höfundur – 2. Útgáfuár – 3. Heiti greinar – 4.Vefsíða – 5. Sótt – 6. Slóð

Dæmi:

Helga Björnsdóttir. (2007). Hvað er manndómsvígsla? Vísindavefurinn. Sótt 2. ágúst 2011 af  http://visindavefur.is/?id=6678

Netheimild, skýrsla eða grein án höfundarnafns

1. Heiti stofnunar – 2. Útgáfuár – 3. Heiti greinar – 4. Sótt – 5. Slóð

Dæmi:

University of Wisconsin. (2009). The Writer‘s Handbook, APA documentation guide. Sótt  2. ágúst 2011 af http://writing.wisc.edu/Handbook/DocAPAReferences_Elec.html

Tímaritsgrein á netinu

1. Nafn höfundar – 2. Útgáfuár – 3. Heiti greinar – 4. Heiti tímarits, árgangur, tölublað og blaðsíðutal – 5.Sótt – 6. Slóð

Jón Jónsson. (2010). Frá liðinni tíð. Tímarit Máls og menningar, 34(4), 101-115. Sótt 11. ágúst 2011 af http://timarit.is

Netheimild án höfundarnafns og dagsetningar

1. Heiti vefsíðu – 2. Dagsetning, eða e.d. ef engin dagsetning er gefin upp – 3. Heiti greinar / efnis – 4. Hvenær sótt – 5. Slóð

Dæmi:

Frjálsa alfræðiritið Wikipedia. (e.d.). Grein um skráningu. Sótt 11. ágúst 2011 af http://….

Óbirt ritgerð

1. Höfundur – 2. Hvenær skrifuð – 3. Heiti ritgerðar – 4. Hvernig ritgerð er um að ræða – 5. Skóli – 6. Deild skóla

Dæmi:

Guðmundur Kristjánsson. (2013). Grettir og ljóðin. Óbirt BA.-ritgerð: Háskóli Íslands, Hugvísindadeild.

Kvikmyndir og annað myndefni

1. Nafn framleiðanda og nafn leikstjóra – 2. Útgáfuár – 3. Titill [kvikmynd] – 4. Útgáfuland – 5. Útgáfufyrirtæki

Dæmi:

Halldór Þorgeirsson (framleiðandi) og Guðný Halldórsdóttir (leikstjóri). (2007). Veðramót [kvikmynd]. Ísland: Umbi Film.

Grein í tímariti, margir erlendir höfundar 

1. Nöfn höfunda í þeirri röð sem þeir eru gefnir upp í heimild. – 2. Útgáfuár – 3. Heiti greinar  – 4. Heiti tímarits (skáletrað) – 5. Útgáfuár og tölublað – 6. Blaðsíðutal

Dæmi:

Johnson, B., Stevenson, T. og Taylor, P. (2015). The internet. The Magazine, 10(3), 112-115.

Myndband af netinu (t.d. youtube.com)

1. Nafn höfundar [netnafn]. – 2. Útgáfuár (mánuður og ár). – 3. Titill myndbands [myndband]. – 4. Hvenær sótt og af hvaða slóð.

Hanson, B. [bryanhanson]. (Júní 2017). How to do this right. [myndband]. Sótt 14. mars 2017 af https://www.youtube.com/howtodothisright/watch12345

Munnleg heimild

Munnlegar heimildir skal einkum nota ef ekki eru til ritaðar heimildir um viðfangsefnið. En eigi að nota munnlega heimild skal hennar ekki getið í heimildaskrá heldur aðeins í texta. Sjá kafla um tilvísanir varðandi skráningu munnlegrar heimildar inni í ritgerð.