Greinandi ritgerðir eru skrifaðar í þeim tilgangi að fjalla ítarlega um tiltekið efni og svara rannsóknarspurningu sem sett er fram í inngangi.
Dæmi
Þú ert að læra um bókmenntir og kvikmyndir og hefur lesið sögur og horft á myndir. Þú ákveður að skrifa ritgerð sem fjallar um muninn á þessu tvennu. Þú varpar í inngangskafla fram eftirfarandi rannsóknarspurningu: Á hvaða hátt hafa bókmenntaverk og kvikmyndir ólík áhrif á fólk? Í meginmáli svarar þú spurningunni með því að vísa í heimildir sem fjalla um þetta efni og þínar eigin skoðanir.
Dæmi
Þú ert að læra um ugluna og hefur lesið tímaritsgreinar, kennslubækur og fleira. Þú ákveður að skrifa ritgerð um búsetu og fæðu uglunnar. Þú varpar fram í inngangskafla eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver eru helstu búsetusvæði uglunnar og hvað einkennir fæðu hennar? Í meginmáli svarar þú spurningunni með tilvísun í það sem aðrir hafa skrifað, helst ritrýndar fræðigreinar.