Uppsetning ritgerða

Leturstærð í ritgerðum, blaðsíðutal, jöfnun síðna og fleira

Leturstærð ritgerðar stillt

Þegar ritgerð er skrifuð er megintexti hennar vanalega skrifaður á 12 punkta letri (Fontastærð) með einu og hálfu línubili.  Ritgerðin skal tölvusett á A4 síður.

Að stilla spássíubil

Byrjið á því að fara í Page Layout og ýta á Page Setup. Þegar þangað er komið sjáið þið að tölvan hefur sjálfgefnar spássíur í Word sem eru:

Efri (Top) 2,5 cm

Neðri (Bottom) 2,5 cm

Vinstri (Left) 3,17 cm

Hægri (Right) 3,17 cm

  • Það er í lagi að halda sentimetrafjöldanum að ofan og neðan í  2,5
  • Spássíum við kjöl og blaðrönd þarf að breyta á þann hátt að spássía við kjöl (Vinstri/Left) sé 3,2 cm og spássía við blaðrönd (Hægri/Right) sé stillt á 3,2 cm.
  • Til að jafna textann beggja megin á blaðsíðunni þá farið þið í Page Layout, Page Setup og stillið þar á Justified

  

Að stilla línubil

Nú eruð þið búin að stilla bilin af fyrir ofan ritgerðina, neðan og út til hliðanna. Nú er komið að því að stilla línubilið.

  • Línubilið hafið þið á 1,5 og stillið það í Spacing og Line spacing.

Að setja föst síðuskil

Oft getur verið gott að setja föst síðuskil sem virka þannig að textinn sem á eftir kemur byrjar alltaf á nýrri síðu sama þó þið hafið breytt textanum sem á undan kemur. Þetta getur verið gott t.d ef þið sendið ritgerðina í tölvupósti og kennarinn prentar hana út þá færist ekkert til. Passið samt að nota ekki mörg málsgreinabil, það er ýta oft á Enter takkann.

  • Insert -> Page break
  • Ef þið viljið nota flýtileið þá ýtið þið á Ctrl + Enter

 

 

Að setja blaðsíðutal

  • Ritgerðin skal öll, að viðaukum meðtöldum, vera með samfelldu blaðsíðutali. Tölusetning hefst með efnisyfirliti (sem birtist þá sem blaðsíða tvö – engin tala sést á forsíðu – forsíða á ekki að vera með tölu). 
  • Þegar þið tölusetjið ritgerðina er það gert á eftirfarandi hátt: Farið í Insert Page Number, ýtið á örina, síðan á Bottom, þá birtist felligluggi sem býður ykkur upp á að staðsetja blaðsíðutalið á nokkra staði. Veljið að setja blaðsíðutalið hægra megin (nest á blaðsíðunni), ýtið á það og þá sprettur upp gluggi þar sem þið getið merkt við Different first page. Þetta merkir að þið ætlið ekki að hafa blaðsíðutal á forsíðunni.  

Að setja efnisyfirlit í ritgerðina

  • Merkið allar aðalfyrirsagnir með Heading 1 og undirfyrirsagnir með Heading 2.
  • Breytið letri Heading 1 í Times New Roman 14 og letri Heading 2 í TNR 13.
  • Til að kalla fram efnisyfirlit er farið með bendil þangað sem það á að koma (á bls. 2) og gefnar eftirfarandi skipanir: References – Table of Contents – Smellt á efsta valkostinn.

Að búa til heimildaskrá aftast í ritgerðina

Heimildaskrá er alltaf aftast í ritgerð. Heimildum er raðað í stafrófsröð eftir höfundum, eða fremsta lið í skráningu ef heimild er án höfundarnafns. Heimildir eru aldrei númeraðar. Þegar heimild nær yfir fleiri en eina línu eru línurnar fyrir neðan alltaf inndregnar, kallað hangandi/hanging. Hangandi inndrátturinn kemur ekki sjálfkrafa heldur verið þið að stilla hann á 0,5. Það gerið þið með því að merkja línurnar neðan við línu eitt, fara í Paragraph, Indentation og Special og velja þar úr fellilistanum Hanging sem þið stillið síðan á 0,5 cm. Svo þarf að ýta á tab fyrir framan línurnar sem eiga að vera inndregnar.

 

Línubil 1 (single)

Texti vinstrijafnaður (Alignment: Left)

Hangandi inndráttur: 0,5 cm