Heimildanotkun

Ýmiskonar kerfi eru notuð til þess að vísa í heimildir. Hér er stuðst við svokallað APA kerfi sem upprunnið er í Bandaríkjunum (American Psychological Association, APA). Það er nú notað á ýmsum fræðasviðum og hefur verið aðlagað að íslenskri málhefð (Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson, 2007).

Mikilvægt er að skýrt komi fram hvað af efni ritgerðar kemur frá höfundi hennar og hvað er tekið úr öðrum heimildum. Nýti menn upplýsingar frá öðrum án þess að það komi skýrt fram þá gerast þeir sekir um ritstuld.