Í heimildaskrá þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um allar heimildir sem notaðar hafa verið í ritgerðinni. Varist að hafa í skránni heimildir sem ekki voru notaðar og því aldrei vísað til.
Heimildum skal raða í stafrófsröð eftir fremsta lið (sem oftast er nafn höfundar).
Athugið að æskilegt er að stilla á hanging þegar heimildaskrá er sett upp, þannig að fyrsta lína í hverri skráningu sé framar en línurnar fyrir neðan.
Heimildaskrá er höfð aftast í ritgerð á sérstakri blaðsíðu.
Titillinn (Heimildaskrá) er miðjusettur en skráin sjálf vinstri jöfnuð.
Bók eftir einn höfund
Höfundur. (útgáfuár). Titill bókar (skáletraður). Útgefandi.
Arnar Guðmundsson. (2015). Risastóra bókin um allt. Furðulega útgáfan.
Bók eftir fleiri höfunda
Höfundar. (útgáfuár). Titill bókar. Útgefandi.
Friðrik Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. (2007). Gagnfræðakver handa háskólanemum. Háskólaútgáfan.
Bók eftir erlendan höfund
Eftirnafn höfundar, upphafsstafur fornafns. (útgáfuár). Titill bókar. Útgefandi.
Johnson, A. (2013). Stories from the sky. New Public Press.
Þýdd bók
Höfundur. (útgáfuár). Titill bókar. (Þýðandi). Útgefandi.
Thompson, A. (2015). Goðsagnir. (Jón Kjarval þýddi). Bókaforlagið.
Ritstýrð bók
Nafn ritstjóra (ritstjóri). (útgáfuár). Titill bókar. Útgefandi.
Arnbjörg Skagfjörð (ritstjóri). (2022). Andinn í augnablikinu. Gróska.
Þýdd ritstýrð bók
Nafn ritstjóra (ritstjóri). (útgáfuár). Titill bókar. (Þýðandi). Útgefandi.
Anderson, P. (ritstjóri). (2016). Bókin um bækur. (Kristín Jónsdóttir þýddi). Norðurútgáfan.
Grein í tímariti
Höfundur. (útgáfuár). Titill greinar. Titill tímarits, árgangur(tölublað), blaðsíðutal.
Björn Haraldsson. (2010). Er ekki komið nóg? Framför, 12(3), 211-217.
Grein eða kafli í ritstýrðri bók
Höfundur. (útgáfuár). Titill greinar/kafla. Í Nafn ritstjóra (ritstjóri). Titill bókar (bls xx-xx). Útgefandi.
Guðrún Jónsdóttir. (1990). Sumar og haust. Í Páll Helgason (ritstjóri), Íslenskt veður (bls. 110-123). Útgáfan PH.
Netheimild, skýrsla eða grein undir höfundarnafni
Höfundur. (ártal, dagur, mánuður). Titill greinar eða undirsíðu. Vefsíða. Vefslóð
Helga Björnsdóttir. (2007, 12. júní). Hvað er manndómsvígsla? Vísindavefurinn. http://visindavefur.is/?id=6678
Netheimild, skýrsla eða grein án höfundar
Stofnun. (útgáfuár). Titill greinar/skýrslu. Vefslóð
Aðalmálaráðuneytið. (2018). Stjórnmál á villigötum. http://villigotur.raduneyti.is
Tímaritsgrein á netinu
Nafn höfundar. (útgáfuár). Titill greinar. Titill tímarits, árgangur(tölublað), blaðsíðutal. Vefslóð
Jón Jónsson. (2010). Frá liðinni tíð. Tímarit Máls og menningar, 34(4), 101-115. http://timarit.is
Netheimild, sótt af timarit.is
Upplýsingar úr dagblaði sóttar á timarit.is. Vitnað til heimildar eins og um grein í dagblaði af netinu sé að ræða.
Upplýsingar úr tímariti sóttar á tímarit.is. Vitnað til heimildar eins og um grein í tímariti af netinu sé að ræða.
Netheimild án höfundarnafns
Titill efnis. (ártal). Heiti vefsíðu. Vefslóð
Skráning heimilda. (2021). Wikipedia. http://xx…
Netheimild án höfundarnafns og dagsetningar
Titill efnis. (e.d.). Heiti vefsíðu. Vefslóð
Fjör í fjölbraut. (e.d.). Skólatímaritið. http://www.xx…
Námsritgerð
Höfundur. (ártal). Titill ritgerðar. [nánari upplýsingar um ritgerð]. Skóli.
Guðmundur Kristjánsson. (2013). Grettir og ljóðin. [óútgefin meistaritgerð]. Háskóli Íslands.
Kvikmyndir og annað myndefni
Nafn framleiðanda eða leikstjóra. (Útgáfuár). Titill [kvikmynd]. Upprunaland: Framleiðslufyrirtæki.
Halldór Þorgeirsson (framleiðandi) og Guðný Halldórsdóttir (leikstjóri). (2007). Veðramót [kvikmynd]. Ísland: Umbi Film.
Grein í tímariti, margir erlendir höfundar
Nöfn höfunda í þeirri röð sem þeir eru gefnir upp í heimild. (Útgáfuár). Titill greinar. Titill tímarits, árgangur(tölublað), blaðsíðutal.
Johnson, B., Stevenson, T., Yang, M. (2015). Internet now. The Magazine, 10(3), 112-115.
Myndskeið af netinu, t.d. youtube.com
Nafn höfundar [netnafn]. (ártal, dagur, mánuður). Titill myndskeiðs [myndskeið]. http://youtube.com/xxx
Hanson, B. [bryanhanson]. (2017, 9. júní). How to do this right. [myndskeið]. https://www.youtube.com/howtodothisright/watch12345
Munnleg heimild
Munnlegar heimildir skal einkum nota ef ekki eru til ritaðar heimildir um viðfangsefnið. En eigi að nota munnlega heimild skal hennar ekki getið í heimildaskrá heldur aðeins í texta. Sjá kafla um tilvísanir varðandi skráningu munnlegrar heimildar inni í ritgerð.