Hvað eru tilvísanir og til hvers eru þær?
Upplýsingar um höfund/höfunda, útgáfuár og eftir atvikum blaðsíðutal ef um bók, tímarit eða vefefni með blaðsíðutali er að ræða og vitnað er beint til efnis. Þessar upplýsingar eru settar í sviga fyrir aftan málsgrein/tilvitnun.
Tilvísun inniheldur upplýsingar sem lesandi ritgerðar þarf til að sjá í hvaða heimild er vitnað og til að aðgreina hugmyndir höfundar frá hugmyndum annarra. Hún vísar til nánari upplýsinga um heimildina sem fram koma í heimildaskrá aftast í ritgerð. Nauðsynlegt er að fylgja reglum sem gilda um framsetningu tilvísana og hafa algert samræmi innan ritgerðar.
Dæmi um tilvísanir
1. Vísað í einn íslenskan höfund (bók, grein í bók, grein úr tímariti eða af vefsíðu)
Texti … (Jón Jónsson, 2009). Ef bein tilvitnun > (Jón Jónsson, 2009:28).
2. Vísað í einn erlendan höfund, aðeins eftirnafn notað:
Texti … (Johnson, 2010). Ef bein tilvitnun > (Johnson, 2010:89)
3. Vísað í tvo íslenska höfunda.
Texti … (Guðmundur Jónsson og Trausti Ólafsson, 1998).
4. Vísað í tvo erlenda höfunda:
Texti … (Ford og Hamilton, 1997).
5. Vísað í þrjá til fimm íslenska höfunda
Texti … (Ari Jónsson, Björn Ólafsson og Kristján Magnússon, 1981).
ATH. Eftir fyrstu tilvísun kæmi aðeins: Texti … (Ari Jónsson o.fl., 1981).
6. Vísað í þrjá til fimm erlenda höfunda.
Texti … (Jones, Pitt og Stevens, 1988)
ATH. Eftir fyrstu tilvísun kæmi aðeins: Texti … (Jones o.fl., 1988).
7. Vísað í bók sem hefur engan höfund og engan ritstjóra
Texti … (Biblían, 1981).
8. Vísað í netheimild eftir nafngreindan höfund og með dagsetningu
Texti … (Jóhann Jónsson, 2006).
9. Vísað í netheimild eftir nafngreindan höfund en án dagsetningar
Texti … (Jóhann Jónsson, e.d.). > e.d. = engin dagsetning
10. Vísað í netheimild án höfundar, með dagsetningu, á vef viðurkenndrar stofnunar
Texti … (Menntamálaráðuneytið, 2011). > heiti stofnunar og dagsetning greinar eða hvenær vefsíðan var síðast uppfærð.
11. Vísað í netheimild án höfundar og án dagsetningar
Texti … (Nýjustu reglur um heimildaskráningu, e.d.).
12. Vísað í tímaritsgrein á netinu eftir íslenskan höfund
Texti … (Jón Jónsson, 2010).
13. Vísað í tímaritsgrein á netinu eftir erlendan höfund
Texti … (Zukerman, 2001).
14. Vísað í myndefni
Texti … (Spielberg, 2001).
15. Vísað í bók eða tímarit eftir sex eða fleiri höfunda
Texti … (Johnson og fleiri, 2015).
16. Vísað í munnlega heimild
Texti … (Árni Kristjánsson, munnleg heimild, 2016).