Ritgerðaflokkar

Heimildaritgerð: Ritgerð þar sem stuðst er við áreiðanlegar heimildir við umfjöllun um tiltekið viðfangsefni og farið að reglum um meðferð og skráningu heimilda.

Hægt er að skipta ritgerðum í nokkuð marga flokka eftir viðfangsefnum og nálgun. Stundum er einkum ætlast til þess að höfundur taki saman upplýsingar og komi þeim á framfæri á skipulegan hátt. Í öðrum tilfellum snýst ritgerðin um að höfundur sannfæri lesendur um tilteknar skoðanir eða viðhorf.