Orsaka- og afleiðingaritgerð

Ritgerðin er skrifuð í þeim tilgangi að gefa lesandanum skýringu á því hvers vegna og hvernig ákveðinn atburður gerist og hverjar eru afleiðingarnar. Ritgerðin getur líka rannsakað tengslin á milli tveggja eða fleiri atburða eða upplifunar.

Orsakaritgerð fjallar vanalega um hvað varð til þess að atburðurinn gerðist en afleiðingarritgerð fjallar um það sem gerðist eftir ákveðinn atburð eða aðstæður

Dæmi

Orsök:

Hversvegna ákveðið eldfjall gýs (gaus) og hvað gerist eftir það.

„Þrýstingur og hiti byggðist upp undir yfirborði jarðar; afleiðingar þess voru jarðskjálftar og stórt eldgos“.

Afleiðing:

Hvaða áhrif eldgosið hefur.

„Eldgosið varð til þess að margir hræðilegir hlutir gerðust; mörg hús eyðilögðust, skógar eyddust og andrúmsloftið mengaðist“.

Dæmi

Hverjar voru afleiðingarnar fyrri heimsstyrjaldarinnar fyrir Þýskaland?