Tilgáta / rannsóknarspurning

Í tilgátunni kemur skýrt fram um hvað þú ætlar að fjalla í ritgerðinni og hvernig þú ætlar að taka á efninu.

Tilgáta skiptist í tvennt: 

Fyrri hluti: Efnið sem þú ætlar að skrifa um.

  • Samband Gunnars og Hallgerðar…

Seinni hluti: Hvernig þú ætlar að fjalla um efnið, kjarni ritgerðarinnar.

  • …byggist á losta og stolti en ekki ást.

 

Rannsóknarspurning er opin spurning sem býður upp á áhugaverðar vangaveltur.

Dæmi: Á hverju byggist samband Gunnars og Hallgerðar?