Greinandi lestur
Til að geta tekið afstöðu til bókmenntaverks og skrifað um það áhugaverða ritgerð þarf að lesa verkið vandlega og vera meðvitaður um að góður lestur felur í sér ákveðna rannsókn. Heppilegt er að spyrja spurninga um nokkur mikilvæg atriði.
Nokkrar spurningar sem gagnlegt er að varpa fram:
Um hvað snýst sagan og hvað er höfundur að segja með henni?
Hver eru grunnátök sögunnar og hvernig þróast þau átök í gegnum söguna?
Hver eru mikilvægustu þemu / umfjöllunarefni sögunnar?
Hver eru helstu skapgerðareinkenni sögupersóna?
Hvað einkennir samskipti persóna? Hvað eiga þær sameiginlegt og hvað ekki?
Skrifaðu hjá þér – veldu tilvitnanir
Greinandi lestur krefst þess að hugsað sé um textann á meðan hann er lesinn. Því er gott að punkta jafnóðum hjá sér athyglisverð atriði eða málsgreinar. Það kemur skipulagi á vangavelturnar um söguna og býr einnig til grunn sem sótt er í við ritgerðarskrifin, t.d. til að rökstyðja tilgátu.