Ritgerðarskrif

Allar ritgerðir samanstanda af ákveðnum einingum sem mynda góða heild og fela í sér kynningu á viðfangsefninu, umfjöllun um það og svo samantekt á niðurstöðum. Þessar þrjár einingar köllum við inngang, meginmál og lokaorð.

Þessi bygging endurspeglast í ýmsu öðru en ritgerðum. Í flestum skáldsögum og kvikmyndum er til dæmis yfirleitt að finna kynningu á persónum og umhverfi (inngangur), atburðarás (meginmál) og einhvers konar lausn í lokin (lokaorð).