Nína Þóra Rafnsdóttir

Ég er gift Unnari Rafni Ingvarssyni sagnfræðingi. Við eigum tvær dætur, Sigríði fædda 1995 og Aldísi Ósk fædda 1997. Fjölskyldan býr á Sauðárkróki.

1.   Námsferill

2009              M.Ed.- próf frá Háskóli Íslands, Menntavísindasvið, Uppeldis-og                       menntunarfræði. Heiti lokarannsóknar: Menntun til sóknar á háskólastigi á Norðurlandi vestra. Rannsókn á viðhorfum íbúa á Norðurlandi vestra 19-60 ára til háskólanáms. Sjá meistararannsókn í skemmu Háskóla Íslands, Stakkahlíð.

2006              Dipl.Ed.- próf í uppeldis og menntunarfræði með áherslu á kennslufræði og                                 skólastarf frá Kennaraháskóla Íslands.

1994             Próf í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda bæði á grunn- og                             framhaldsskólastigi frá Háskóla Íslands. Hef leyfisbréf sem framhaldsskólakennari.

1990             B.Sc próf hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri.

1985              Stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands.

1.     Starfsferill

2000 – núverandi dags  Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Sauðárkróki

Framhaldsskólakennararéttindi (ásamt grunnskólaréttindum) og hef starfað sem kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra undanfarin 10 ár í fullu starfi. Hef undanfarin ár verið fagstjóri í raungreinum. Kennslugreinar mínar hafa verið Nát 103, Nát 123, Nát 113, Jar 103. Sjú 103 og Nær 103. Hef einnig séð um handleiðslu kennaranema sem hafa sérhæft sig í náttúruvísindakennslu í kennsluréttindanáminu í Háskólanum á Akureyri.

1990 – 2000  B.Sc Hjúkrunarfræðingur Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki

Almennur hjúkrunarfræðingur ásamt því að vera í margskonar fræðslustörfum öll árin þ.a.m sjá um fræðslunámskeið nýrra starfsmanna, sjúklingafræðslu, útgáfu fræðslubæklinga o.s.frv. Kenndi einnig stundakennslu við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki um tíma ásamt hjúkruninni.

2000 – 2003  Háskólinn á Akureyri

Stundakennari við Háskólann á Akureyri á ásamt störfum mínum sem hjúkrunarfræðingur á Sauðárkróki. Var stundakennari í hjúkrunarfræði í áfanganum öldrunarhjúkrun. Sá síðar um þann kúrs sem umsjónarkennari í einn vetur. Hef að baki  kennslureynslu á háskólastigi

2000 – 2010  Farskóli Norðurlands vestra Sauðárkróki

Kennt á fjölda námskeiða fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Einnig hef ég kennt námskeið fyrir kennara sem kenna í fjarfundabúnaði.

2.      Ritskrá

Námsritgerðir

Nína Þóra Rafnsdóttir 2009. Menntun til sóknar á háskólastigi á Norðurlandi vestra. Rannsókn á viðhorfum íbúa á Norðurlandi vestra 19-60 ára til háskólanáms. Meistararitgerð Háskóli Íslands, Reykjavík.

Námsefni/Fræðslurit

Nína Þóra Rafnsdóttir 2003. Öldrunarhjúkrun. Kennsluhandrit fyrir sjúkraliðanema í fjarnámi frá FNV. Sauðárkróki.

1990 – 2000. Ýmsir fræðslutengdir bæklingar og fræðsluhefði fyrir starfsfólk og sjúklinga á heilbrigðisstofnunum.

Nína Þóra Rafnsdóttir 2009. Námskrágerð fyrir ófaglært fólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Farskóli Norðurlands vestra.

Fyrirlestrar

Nína Þóra Rafnsdóttir 2006. Skipulagning á opinberum fyrirlestrum nemenda í jarðfræðinámi FNV í Náttúrustofustofu Norðurlands vestra í samstarfi við Náttúrustofuna og starfmenn hennar.