Ritgerðarskrif

Þeir sem standa frammi fyrir því verkefni að skrifa ritgerð byggða á heimildum þurfa að hafa ýmislegt í huga til að verkefnið takist vel. Skipulagning er mikilvæg og gott að huga vel að því hve langur tími er til stefnu og hvernig best er að nýta hann.

Upplýsingaleit og val á heimildum þarf að vanda. Á netinu er gríðarlegt magn upplýsinga en ekki allt jafn áreiðanlegt og því nauðsynlegt að styðjast einkum við það sem eignað er sérfræðingum á sviðinu, viðurkenndum fjölmiðlum eða opinberum stofnunum.

Skrifin sjálf þurfa svo að vera markviss og mikilvægt að bygging sé skýr og texti skipulega framsettur. Öllum reglum um tilvísanir og heimildaskrá þarf að fylgja nákvæmlega og að lokum þarf að lesa mjög vel yfir áður en skilað er. Munið að vanda vinnuna og þá munuð þið uppskera í samræmi við það. Gangi ykkur vel 🙂

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.